Grindavík tapaði heima
Grindvíkingar eru nú að leggja lokahönd á undirbúning sinn fyrir Pepsi-deildina sem hefst nú um mánaðamót. Þeir léku æfingarleik gegn Skagamönnum í gær á heimavelli sínum og þurftu á lúta í gras að þessu sinni en lokatölur urðu 1-3 fyrir gestina. Mark Grindvíkinga skoraði Yacine Si Salem. Grindvíkingar hefja leik á íslandsmótinu á Árbæjarvelli á mánudaginn þann 2. mái þegar þeir heimsækja Fylkismenn.
mynd: Yacine Si Salem skoraði fyrir Grindvíkinga í gær