Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tapaði gegn KR
Sunnudagur 17. desember 2017 kl. 18:59

Grindavík tapaði gegn KR

Lið Grindavíkur í 1. deild kvenna í körfuknattleik mætti KR-ingum í gær, en Grindvíkingar þurftu að sætta sig við tíu stiga tap. Leikurinn endaði 78-88 fyrir KR-ingum.

Grindvíkingar leiddu leikinn í fyrri hálfleik en KR-ingar tóku forystuna í seinni hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Spilandi þjálfari Grindavíkur, Angela Rodriguez, átti stórleik en hún skoraði 34 stig og var með 10 fráköst. Þá var Anna Ingunn Svansdóttir með 11 stig og Ólöf Rún Óladóttir með 10 stig og 4 fráköst.