Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík tapaði gegn ÍR
Laugardagur 20. janúar 2018 kl. 20:33

Grindavík tapaði gegn ÍR

Grindavík heimsótti ÍR í 1. deild kvenna í körfu í dag. Lokatölur leiksins urðu 55-44 með sigri ÍR. Grindavík var sex stigum á undan ÍR fyrir leikinn í deildinni en liðin stóðu jöfn þegar flautað var til hálfleiks 26-26. ÍR konur reyndust vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik en Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 16 stig.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 14 stig og 14 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir með 9 stig, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir með 5 stig, Halla Emilía Garðarsdóttir með 4 stig og 5 fráköst og Anna Ingunn Svansdóttir með 3 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024