Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Grindavík tapaði gegn Hamri í framlengdum leik
Miðvikudagur 7. febrúar 2018 kl. 09:45

Grindavík tapaði gegn Hamri í framlengdum leik

- Angela Rodriguez farin frá félaginu

Grindavík tók á móti Hamri í 1. deild kvenna í körfu í gærkvöldi og var leikurinn æsispennandi. Grindavík átti fyrsta leikhluta og leiddi með 13 stigum (18-5), þegar liðin gengu inn í klefa í hálfleik var staðan 33-19 fyrir Grindavík. Hamar bætti verulega í þegar flautað var til seinni hálfleiks og náði að saxa verulega á forskot Grindavíkur og þegar leik var lokið stóðu leikar jafnir 57-57. Hörkubarátta var hjá báðum liðum í feamlengingu og reyndist Hamar vera sterkari aðilinn og skoraði 8 stig gegn 3 stigum Grindavíkur og voru lokatölur leiksins 60-65.

Ólöf Helga Pálsdóttir hefur tekið við þjálfun liðsins en spilandi þjálfari þess, Angela Rodriguez fór frá liðinu í janúar en Grindavík teflir fram ungu og efnilegu liði í ár. Grindavík er sem stendur í 4. sæti 1. deildar kvenna í körfu.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Halla Emilía Garðarsdóttir með 10 stig og 4 fráköst, Svanhvít Ósk Snorradóttir 10 stig, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 9 stig og 5 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir með 8 stig og 4 fráköst, Angela Björg Steingrímsdóttir með 8 stig og 5 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir með 6 stig og  Elsa Albertsdóttir með 4 stig, 15 fráköst og 6 stolna bolta.