Grindavík tapaði gegn Hamri
- Léku án Angelu
Grindavík mætti Hamri í 1. deild kvenna í dag í körfu. Bæði liðin leika á ungum leikmönnum en Angela Rodriguez lék ekki með Grindavík í dag. Liðin voru nokkuð jöfn í leiknum en Grindavík lenti í töluverðum villuvandræðum í leiknum og þegar var flautað til 4. leikhluta voru fjórir leikmenn á bekknum með fjórar villur. Lið Hamars tryggði sér sigurinn í fjórða leikhluta og urðu lokatölur leiksins 64-57.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Halla Emilía Garðarsdóttir með 23 stig, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 14 stig, Arna Sif Elíasdóttir með 6 stig og Angela Björg Steingrímsdóttir með 4 stig.