Grindavík tapaði gegn Fjölni
Grindavík tók á móti Fjölni í 1. deild kvenna í körfu í gærkvöldi og urðu lokatölur leiksins 62-74 fyrir Fjölni. Grindavík náði sér ekki á strik í upphafi leiks en í þriðja leikhluta náðu þær að saxa á forskot gestanna en það dugði skammt en Fjölnir náði að komast tíu stigum yfir í fjórða leikhluta og eftir það var sigur þeirra aldrei í hættu. Grindavík er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru Angela Rodriguez með 11 stig, 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir með 11 stig, Jenný Geirdal Kjartansdóttir með 11 stig og 5 fráköst, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir með 10 stig og Halla Emilía Garðarsdóttir með 8 stig.