Íþróttir

Grindavík tapaði fyrsta leik
Ólöf Rún var stigahæst í liði Grindavíkur í dag.
Laugardagur 17. mars 2018 kl. 18:47

Grindavík tapaði fyrsta leik

Grindavík mætti KR í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni 1. deildar, leikið er um sæti í efstu deild en KR urðu deildarmeistarar 1. deildarinnar og hafa ekki tapað leik í vetur í deildinni. Grindavík teflir fram ungu og efnilegu liði sem hefur staðið sig með ágætum í vetur.

Leikur dagsins var nokkuð eftir bókinni en þegar liðin mættust síðast í deildinni tapaði Grindavík naumlega en sú varð ekki raunin í dag. KR vann sannfærandi sigur 77-57 og leiða því 1-0 í einvíginu. Næsti leikur liðanna fer fram í Mustad höllinni í Grindavík þann 21. mars kl. 19:15.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru, Ólöf Rún Óladóttir 19 stig, 6 fráköst og 5 stolnir boltar, Svanhvít Ósk Snorradóttir 8 stig og 4 fráköst, Elísabet María Magnúsdóttir 7 stig, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 6 stig, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6 stig, 8 fráköst og 5 stolnir boltar og Jenný Geirdal Kjartansdóttir 5 stig og 7 fráköst.