Grindavík tapaði fyrir Störnunni
Grindavík sótti Stjörnuna heim í gær í Domino's-deild karla í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi, Grindvíkingar leiddu framan af en Stjörnumenn sigu fram úr á lokametrunum og höfðu að lokum 79:74 sigur.
Það voru Grindvíkingar sem gerðu fyrstu stig leiksins og þeir leiddu fyrsta leikhluta meira og minna. Stjörnumenn voru þó aldrei langt undan og komust einu sinni yfir (11:9) en Grindavík leiddi með sex stigum fyrir annan leikhluta (16:22).
Annar leikhluti var einnig mjög jafn og Stjarnan saxaði örlítið á forskot Njarðvíkinga sem leiddu með þremur stigum í hálfeik (39:42).
Stjarnan byrjaði þriðja leikhluta ágætlega og náði snemma fjögurra stiga forystu. Liðin skiptust á að halda forystunni en Njarðvíkingar héldu þó yfirhöndinni fyrir fjórða leikhlutann (56:60).
Fjórði leihluti fór illa af stað hjá Grindvíkingum en Stjörnumenn komu inn í hann með látum, settu niður tvo þrista og gerðu átta fyrstu stigin. Þá voru þeir komnir með forystu sem þeir létu ekki af hendi og lokatölur urðu 79:74.
Grindavík: Ólafur Ólafsson 21/5 fráköst, Kristinn Pálsson 13/4 fráköst, Amenhotep Kazembe Abif 10/13 fráköst, Joonas Jarvelainen 10/4 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7/7 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 6, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/9 fráköst, Þorleifur Ólafsson 2, Bragi Guðmundsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Árni Ólafsson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0.