Íþróttir

Grindavík tapaði fyrir KR
Clinch var atkvæðamestur Grindvíkinga.
Mánudagur 4. mars 2019 kl. 15:48

Grindavík tapaði fyrir KR

Grindvíkingum dugði ekki ellefu stiga forskot í hálfleik gegn KR-ingum í Domino’s deild karla í körfubolta en þeir töpuðu fyrir þeim röndóttu 94-103 í gærkvöldi á heimavelli.

Hjá heimamönnum var Lewis Clinch jr. Stigahæstur með 29 stig en Ingi Þór Guðmundsson var með 15 og fráköst. 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Grindvíkingar eru í harðri baráttu um að halda sér í topp 8 en þeir eru í 7.-9. Sæti með ÍR og Haukum, með 16 stig og Haukar eiga leik inni. 

Grindavík-KR 94-103 (27-22, 27-21, 24-28, 16-32)

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 29/4 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 15/7 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 14/5 fráköst, Jordy Kuiper 14/8 fráköst, Ólafur Ólafsson 11/6 fráköst, Hilmir Kristjánsson 6, Nökkvi Már Nökkvason 5, Jóhann Dagur Bjarnason 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Kristófer Breki Gylfason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Johann Arni Olafsson 0. 

KR: Michele Christopher Di Nunno 32/9 stoðsendingar, Julian Boyd 30/10 fráköst/7 stoðsendingar, Kristófer Acox 18/12 fráköst.