Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík sterkari á lokasprettinum (Video)
Föstudagur 11. nóvember 2005 kl. 15:03

Grindavík sterkari á lokasprettinum (Video)

Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gær, 95-90.

Í hálfleik var staðan 54-46, fyrir Grindavík, en Snæfellingar komust aftur inn í leikinn með góðum kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust yfir með 3ja stiga körfu frá Lýði Vignissyni, 60-61, og héldu frumkvæðinu fram í síðasta fjórðung. Guðlaugur Eyjólfsson gerði þá tvær þriggja stiga körfur í röð á innan við einni mínútu og breytti stöðunni í 75-73.

Leikurinn var spennandi allt fram til loka þegar Páll Axel Vilbergsson tryggði sigurinn með 2 vítum þegar nokkrar sekúndur voru eftir.

Guðlaugur var besti maður vallarins, en hann hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum, og steig vel upp fyrir sína menn þegar þeir þurftu þess með.

Tölfræði leiksins

Myndskeið úr leiknum

Viðtal við Friðrik Inga Rúnarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024