Grindavík sterkari á lokasprettinum (Video)
Grindavík vann góðan sigur á Snæfelli í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik í gær, 95-90.
Í hálfleik var staðan 54-46, fyrir Grindavík, en Snæfellingar komust aftur inn í leikinn með góðum kafla í upphafi seinni hálfleiks. Þeir komust yfir með 3ja stiga körfu frá Lýði Vignissyni, 60-61, og héldu frumkvæðinu fram í síðasta fjórðung. Guðlaugur Eyjólfsson gerði þá tvær þriggja stiga körfur í röð á innan við einni mínútu og breytti stöðunni í 75-73.
Leikurinn var spennandi allt fram til loka þegar Páll Axel Vilbergsson tryggði sigurinn með 2 vítum þegar nokkrar sekúndur voru eftir.
Guðlaugur var besti maður vallarins, en hann hitti úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum, og steig vel upp fyrir sína menn þegar þeir þurftu þess með.
Viðtal við Friðrik Inga Rúnarsson