Grindavík stein lá á heimavelli fyrir Haukum
Grindavík, sem er að berjast um fyrsta sæti í deildinni, stein lá fyrir svakalega sterku liði Hauka í kvöld í Iceland Express deild karla í körfubolta. Grindavík eru enn að bíða eftir útlendum leikmanni og má segja að þeir fái að finna fyrir því með skelfilegu tapi í kvöld.
Leikurinn byrjaði frekar jafnt en það var ekki fyrr en í öðrum leikhluta þegar liðin fóru að skilja að í stigum. Haukar tóku svakalega rispu rétt í öðrum fjórðungi og leiddu þeir með 13 stigum í hálfleik, 35-48.
Grindavík sá ekki til sólar í þriðja og fjórða fjórðungi og munurinn bara jókst. Loka tölur urðu 63-82 og öruggur 19 stiga sigur Hauka á Grindjánum.
Stigahæstur heimamanna var Páll Axel Vilbergsson með 20 stig. Eftir honum komu Ryan Pettinella með 16 stig og einnig 17 fráköst, Þorleifur Ólafsson með 10 stig og Guðlaugur Eyjólfsson með 8 stig.
Stigahæstur gestanna var Gerald Robinson með 20 stig en hann var einnig flestu fráköstin eða 23 stk. takk fyrir!
[email protected]