Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík sigrar á hraðmóti Vals
Mánudagur 29. ágúst 2005 kl. 13:37

Grindavík sigrar á hraðmóti Vals

Grindvíkingar sigruðu í Hraðmóti Vals í körfuknattleik sem fór fram á dögunum.

Þeir lögðu Þór frá Akureyri í úrslitum, 88-54, og unnu þar með alla sína leiki.

Er um að ræða annan sigur UMFG á körfuknattleiksmóti í sumar, því þeir unnu líka Bílavíkurmótið sem var haldið í Njarðvík fyrir nokkru.

Njarðvík vann alla sína leiki nema einn, gegn Þór, og Keflavík vann tvo af fimm leikjum.

Mótið er fyrst og fremst hugsað sem æfingarmót og fengu margir ungir og efnilegir leikmenn að spreyta sig og stóðu sig vel.

VF-mynd/Þorgils: Úr leik Keflavíkur og ÍR

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024