Grindavík sigraði Þór Þ. eftir æsispennandi lokamínútur
Dominos deild karla hófst í gærkvöldi með tveim leikjum. Grindvíkingar fengu Þór Þorlákshöfn í heimsókn í Mustad höllina og mörðu tveggja stiga sigur 73-71 eftir spennandi lokamínútur.
Lewis Clinch átti góðan leik fyrir Grindavík og skoraði 37 stig, tók 3 fráköst og skoraði körfuna sem tryggði Grindvíkingum sigur á lokasekúndum leiksins. Ólafur Ólafsson var með 15 stig og 6 fráköst og Þorsteinn Finnbogason var með 9 stig og 9 fráköst.
Í liði Þórs voru stigahæstir þeir Tobin Carberry með 23 stig og 7 fráköst og Maciej Baginski með 14 stig og 6 fráköst.