Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigraði nágrannana
Dagur Kár tilbúinn að takast á við bróður sinn, Daða Lár.
Föstudagur 19. janúar 2018 kl. 22:57

Grindavík sigraði nágrannana

Grindvíkingar sigruðu Keflvíkinga fyrr í kvöld í Domino´s deild karla í körfuknattleik. Lokatölur leiksins voru 85-60.

Leikurinn var gríðarlega jafn í fyrsta leikhluta en þegar honum lauk var staðan 17-17. Keflvíkingar misstu kraftinn örlítið í öðrum leikhluta en þar skoruðu þeir einungis 6 stig og skildu leikar 42-23 í hálfleik. Keflvíkingar komu þó öflugri til leiks í seinni hálfleik en það dugði þó ekki til og stóðu Grindvíkingar uppi sem sigurvegarar þegar flautað var til leiksloka í Grindavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Hörður Axel kominn í bláa búninginn.

Stigahæstur í liði Grindavíkur var Ólafur Ólafsson, en hann var með 17 stig og 10 fráköst. Á eftir honum voru Ingvi Þór Guðmundsson með 16 stig og 8 fráköst og J'Nathan Bullock var með 16 stig og 5 fráköst.
Í Keflavík voru Dominique Elliott og Ragnar Örn Bragason stigahæstir með 11 stig og þá skoraði Daði Lár Jónsson 9 stig, var með 11 fráköst og 5 stoðsendingar.

Meðfylgjandi myndir tók Sólborg Guðbrandsdóttir.