Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigraði HK í Lengjubikarnum
Þriðjudagur 13. febrúar 2018 kl. 07:00

Grindavík sigraði HK í Lengjubikarnum

- Keflavík tapaði gegn Stjörnunni


Grindavík mætti HK sl. föstudag í Lengjubikar karla í knattspyrnu en þetta var fyrsti leikur Lengjubikarsins. Lið HK komst yfir þegar um þrjátíu mínútur voru liðnar af leiknum og leiddu í hálfleik. Grindavík jafnaði metin á 67. mínútu með marki frá Alexander Veigari Þórarinssyni og á 73. mínútu skoraði Nemanja Latinovic fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru þó ekki hættir að setja boltann í netið og skoraði Alexander Veigar sitt annað mark á 87. mínútu og fyrirliði Grindavíkur, Gunnar Þorsteinsson skoraði lokamark leiksins á 89. mínútu. Lokatölur leiksins 1-4 fyrir Grindavík.  

Keflavík mætti Stjörnunni og léku liðin sl. föstudag í Reykjaneshöllinni, leikurinn endaði með sigri Stjörnunnar 0-1 en fjögur gul spjöld fóru á loft í leiknum.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024