Grindavík sigraði Hamar
Grindavík lék sinn annan leik í röð á jafnmörgum dögum í gærkvöldi þegar liðið mætti Hamri í 1. deild kvenna í körfu. Lokatölur leiksins voru 63-66 fyrir Grindavík. Grindavík er í 4. sæti 1. deildarinnar og er úrslitakeppnin handan við hornið. Næsti leikur Grindavíkur er gegn Ármanni þann 12. mars nk. kl. 20.
Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru; Ólöf Rún Óladóttir 19 stig og 7 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 9 stig og 5 stoðsendingar, Svanhvít Ósk Snorradóttir 9 stig og Elísabet María Magnúsdóttir 8 stig og 5 fráköst.