Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík sigraði Fjölnismenn í Röstinni
Mánudagur 9. mars 2015 kl. 11:16

Grindavík sigraði Fjölnismenn í Röstinni

Farseðill í 8 liða úrslitin tryggður

Grindvíkingar tryggðu sæti sitt á meðal 8 efstu liða í Domino's deildinni í körfubolta með sigri á Fjölnismönnum í Röstinni í gærkvöldi, 89-75.

Fyrri hálfleikur einkenndist af mikilli baráttu beggja liða sem ætluðu hvorug að gefa neitt eftir enda mikilvægi leiksins mikið fyrir bæði lið. Fjölnismenn höfðu eins stigs forystu í hálfleik, 39-40.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sama jafnræðið var upi á teningnum lungann úr síðari hálfleik en þegar rúmar 5 mínútur lifðu leiks tóku heimamenn völdin og breyttu stöðunni úr 67-66 í 80-70 á nokkrum mínútum. Það bil reyndist of mikið fyrir gestina að brúa og Grindvíkingar sigldu 14 stiga sigrí í hús og geta andað léttar með öruggan farseðil í 8 liða úrslitin.

Stigahæstur í liði heimamanna var Rodney Alexander sem bauð uppá 30 stig, Oddur Kristjánsson skoraði 16, Ólafur Ólafsson 15 og þá átti Jón Axel Guðmundsson ekki langt í land með að landa þrennunni með 14 stig, 10 stoðsendingar og  8 fráköst.

Í liði Fjölnismanna var Jonathan Mitchell langatkvæðamestur með 35 stig og 12 fráköst.

Grindvíkingar mæta liði Snæfells í lokaumferðinni í Stykkishólmi.