Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Grindavík sigraði FH í Lengjubikarnum
Mánudagur 12. mars 2018 kl. 12:16

Grindavík sigraði FH í Lengjubikarnum

- Njarðvík gerði jafntefli og Keflavík sigraði

Lengjubikarinn er kominn á fullt skrið í knattspyrnu og léku Grindavík, Keflavík og Njarðvík um helgina.

Grindavík mætti FH og gerði sér lítið fyrir og sigraði með þremur mörkum gegn engu. Markaskorarar Grindavíkur voru Aron Jóhannsson (27), Rene Joensen (45) og Sam Hewson (66). Grindavík er með 10 stig eftir fjóra leiki í Lengjubikarnum í sínum riðli.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Njarðvík mætti ÍBV í Reykjaneshöllinni gerðu liðin 2-2 jafntefli. Njarðvík var undir 0-2 í hálfleik en þeir Kenneth Hogg (45) og Andri Fannar Freysson skoruðu í seinni hálfleik en Andri Fannar skoraði úr víti á 52. mínútu. Njarðvík er með fjögur stig eftir fjóra leiki í sínum riðli.

Keflavík mætti Haukum í Lengjubikarnum og náði liðið að tryggja sér sigur í uppbótartíma. Einar Orri Einarsson skoraði á 51. mínútu leiksins en Haukar jöfnuðu tuttugu mínútum seinna. Ísak Óli Ólafsson skoraði þá annað mark Keflavíkur á 92. mínútu og Jeppe Hansen bætti þriðja markinu við á 94. mínútu. Keflavík er með sjö stig eftir fjóra leiki í sínum riðli.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um stöðu og leiki á ksi.is.