Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík semur við tvo leikmenn
Elena og María Sól.
Þriðjudagur 5. desember 2017 kl. 14:38

Grindavík semur við tvo leikmenn

- Elena og María áfam með Grindavík

Elena Brynjarsdóttir og María Sól Jakobsdóttir hafa gert samning við kvennalið Grindavíkur sem leikur í Pepsi-deildinni í knattspyrnu.
Báðar léku þær með liðinu síðasta sumar en Elena var fengin að láni frá Breiðablik og lék fjórtán leiki með liði Grindavíkur og þrjá leiki í bikarkeppninni. Hún skoraði fimm mörk í þeim leikjum og gerði eins árs samning við lið Grindavíkur.
María kom frá Stjörnunni, lék sautján leiki í Pepsi-deildinni og þrjá bikarleiki. Í þeim leikjum skoraði hún tvö mörk en hún gerði tveggja ára samning við lið Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024