Grindavík semur við Rashad Whack

Grindavík hefur samið við bandaríska leikmanninn Rashad Whack og mun hann leika með Grindvíkingum í körfu á komandi tímabili. Þetta kemur fram á karfan.is.

Whack er 26 ára gamall, 191 cm að hæð og er bakvörður, hann mun þó að öllum líkindum spila stöðu skotbakvarðar hjá Grindavík.
Jóhann Ólafsson þjálfari Grindavíkur sagði í samtali við karfan.is að það væri búið að vera mikill rússíbani að semja við erlendan leikmann, þeir hefðu verið búnir að semja við tvo aðra sem hefðu hætt við.