Grindavík semur við framherja

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert samning við José Enrique Seoane Vergara, betur þekktur undir nafninu Sito Seoane. Sito er 29 ára framherji og hefur áður spilað með ÍBV og Fylki hér á Íslandi.
„Okkur fannst mikilvægt að styrkja framlínuna fyrir komandi átök í Pepsi- deildinni og teljum við okkur vera vel mannaða í dag og barátta um allar stöður á vellinum. Gæti orðið einhver höfuðverkurinn hjá þjálfurum okkar að velja hópinn í næsta leik.“ Þetta kemur fram á Facebook síðu knattspyrnufélags Grindavíkur.