Grindavík semur við Aron Jóhannson
Grindavík hefur samið við Aron Jóhannsson fyrrum leikmann Hauka og mun hann spila með liðinu í Pepsi deild karla í knattspyrnu í sumar. Leikmaðurinn samdi við Grindavíkinga til þriggja ára.
Myndin með fréttinni var tekin þegar Aron skrifaði undir og á myndinni eru þeir Jónas Karl Þórhallson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, Aron Jóhannsson og Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				