Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík rétt marði Þróttara
Liðin ganga inn á völlinn í gær
Þriðjudagur 19. maí 2015 kl. 13:28

Grindavík rétt marði Þróttara

- hátt í 500 manns sáu nágrannaslaginn

Sögulegum bikarleik Grindavíkur og Þróttar lauk með 1-0 sigri heimamanna í Grindavík. Leikurinn var hin ágætasta skemmtun og mættu 480 manns á völlinn, þar af fjölmargir stuðningsmenn Þróttar sem létu vel í sér heyra allan leikinn.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í leiknum og áttu fleiri færi en gestirnir sem þó náðu að skapa sér eitt og eitt færi sem með smá heppni hefði getað valdið Grindvíkingum töluverðum óþægindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Allt stefndi í að framlengja þyrfti leikinn en á 82. mínútu skoruðu heimamenn sigurmarkið þegar Óli Baldur Bjarnason fylgdi eftir skoti Magnúsar Björgvinssonar sem Friðrik Valdimar í marki Þróttar hafði varið úti í teiginn.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og Grindvíkingar sluppu því með skrekkinn og eru komnir áfran í næstu umferð Borgunarbikarsins.

Bæjarstjórarnir Róbert Ragnarsson og Ásgeir Eiríksson brúka hnefana fyrir leik