Grindavík réði ekki við McCarthy í 25 stiga tapleik
Grindavík tapaði með 25 stiga mun gegn Íslandmeistaraliði Snæfells á útivelli um helgina í Dominos deild kvenna í körfuknattleik, 101-76. Kristina King var nálægt því að ná þrefaldri tvennu í liði Grindavíkur sem er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig en Snæfell er efst með 34 stig – og þar á eftir kemur lið Keflavíkur með 32 stig. Kristen Denise McCarthy fór á kostum í liði Grindavíkur en hún skoraði alls 42 stig og tók 13 fráköst.
Snæfell-Grindavík 101-76 (28-15, 29-14, 27-24, 17-23)
Snæfell: Kristen Denise McCarthy 42/13 fráköst/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 19/7 fráköst/7 stoðsendingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 9, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 6/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5/4 fráköst, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 4/8 fráköst, María Björnsdóttir 4.
Grindavík: Kristina King 20/10 fráköst/9 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 15/4 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 12, Jeanne Lois Figeroa Sicat 11, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Petrúnella Skúladóttir 4/5 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 3, Berglind Anna Magnúsdóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/5 fráköst.
Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Aðalsteinn Hrafnkelsson
Staða:
1 Snæfell 19 17 2 1469 - 1204 34
2 Keflavík 19 16 3 1645 - 1213 32
3 Grindavík 19 12 7 1388 - 1348 24
4 Haukar 18 11 7 1240 - 1192 22
5 Valur 19 10 9 1433 - 1363 20
6 Hamar 19 5 14 1042 - 1397 10
7 KR 19 3 16 1140 - 1371 6
8 Breiðablik 18 1 17 1095 - 1364 2