Grindavík Open í Festi
Árlega Grindavíkurmótið í pílukasti fer fram í Festi í Grindavík á morgun, laugardaginn 13. janúar. Verðlaunin í mótinu eru ekki af verri endanum en fyrir þrjú efstu sætin eru ferðavinningar þar sem farið verður á skoska meistaramótið í pílukasti.
Einnig verður bikar í verðlaun fyrir efstu sætin í hverjum flokki en keppt verður í tveimur flokkum. Þá verða veitt verðlaun fyrir hæsta útskot og fæstar pílur.
Húsið opnar kl. 11:00 á morgun og lýkur skráningu í mótið kl. 12:30. Hægt er að skrá sig símleiðis í síma 660 8172.