Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Selfoss skildu jöfn
Grindavík gerði jafntefli í kvöld
Föstudagur 29. maí 2015 kl. 22:34

Grindavík og Selfoss skildu jöfn

Njarðvík með góðan sigur á Aftureldingu

Grindavík sótti Selfyssinga heim í kvöld í 1. deild karla þar sem að liðin skildu jöfn í hörkulek. Lokatölur urðu 1-1.

Selfyssingar komust yfir á 2. mínútu leiksins en Tomislav Misura jafnaði metin fyrir Grindavík úr vítaspyrnu á 66. mínútu. Misura fékk svo gullið tækifæri til að koma Grindavík yfir á 72. mínútu þegar önnur vítaspyrna var dæmd en honum brást bogalistinn að þessu sinni og skaut í þverslánna.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík er því enn í neðri hluta deildarinnar og eru með 4 stig að loknum 4 umferðum.

Njarðvíkingar tóku á móti Aftureldingu á Njarðtaksvellinum þar sem að heimamenn unnu góðan 1-0 sigur með marki frá Magnúsi Þór Magnússyni á 68. mínútu. Heimamenn léku manni fleiri frá 35. mínútu þegar Atli Albertsson fékk að líta rauða spjaldið.

Magnús Þór Magnússon, þriðji frá vinstri, skoraði sigurmark Njarðvíkur í kvöld.

Með sigrinum tylla Njarðvíkingar sér á topp deildarinnar með 10 stig en umferðin klárast á morgunn og gætu þrjú lið lyft sér upp fyrir Njarðvík með hagstæðum úrslitum úr sínum leikjum.