Grindavík og Ólafur gera fjögurra ára samning
Ólafur Örn Bjarnason skrifaði í gær undir undir fjögurra ára samning við knattspyrnudeild UMFG. Ólafur var ráðin til félagsins í vor en hann hefur leikið með Brann í Noregi síðustu sjö ár. Hann mun jafnframt leika með liðinu en Milan Stefán Jankovic verður honum til aðstoðar og liðsstjórinn Hjálmar Hallgrímsson.
Ólafur Örn tók við liðinu í erfiðri stöðu en undir hans stjórn hefur Grindavík ekki tapað leik. Með ráðningu Ólafs Arnar er knattspyrnudeild Grindavíkur að horfa til framtíðar og þess vegna var ákveðið að fara þessa leið. Ólafur Örn er 35 ára Grindvíkingur, lék 135 leiki með félaginu á sínum tíma og skoraði 18 mörk. Þá lék hann með Malmö 1998 til 2000 og hefur leikið 28 A landsleiki.
Mynd:
Keflvíkingurinn kominn í Grindavíkurbúning! Róbert Ragnarsson, nýráðinn bæjastjóri Grindavíkur brá á leik við undirskrift samningsins í gær en hann verður heiðursgestur á leik Grindavíkur og FH í kvöld. Með honum á myndinni er Ólafur Örn Bjarnason. Mynd/Þorsteinn Gunnarsson.