Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík og Njarðvík leika til úrslita í fyrstu deild kvenna
Chelsea Nacole Jennings var með 24 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar fyrir Njarðvík í kvöld. Mynd af Facebook-síðu Karfan.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 25. maí 2021 kl. 21:14

Grindavík og Njarðvík leika til úrslita í fyrstu deild kvenna

Grindavík og Njarðvík unnu sínar viðureignir í undanúrslitum 1. deildar kvenna í körfuknattleik í kvöld og höfðu bæði lið því betur í einvígjum sínum og munu Suðurnesjaliðin því berjast um sigur í deildinni.

Njarðvík - Ármann 76:56

Njarðvíkingar tóku forystu í fyrsta leikhluta (26:17) og hleyptu Ármenningum aldrei nálægt sér. Í hálfleik var tólf stiga munur á liðunum (40:28) og í lok þriðja leihluta var munurinn orðinn 22 stig (60:38). 

Frammistaða Njarðvíkinga: Chelsea Nacole Jennings 24/6 fráköst/5 stoðsendingar/10 stolnir, Helena Rafnsdóttir 19/7 fráköst, Vilborg Jónsdóttir 13/5 fráköst/5 stoðsendingar, Júlia Scheving Steindórsdóttir 8, Kamilla Sól Viktorsdóttir 6, Lára Ösp Ásgeirsdóttir 4, Þuríður Birna Björnsdóttir 2/7 fráköst, Guðbjörg Einarsdóttir 0, Krista Gló Magnúsdóttir 0/4 fráköst, Anna Lilja Ásgeirsdóttir 0, Eva María Lúðvíksdóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

ÍR - Grindavík 55:68

Svipað var upp á teningnum þegar Grindvíkingar sóttu ÍR heim. Grindavík leiddi eftir fyrsta leikhluta 7:22 og þótt ÍR-ingar hafi minnkað muninn í öðrum leikhluta þá hafði Grindavík sjö stiga forystu í hálfleik (26:33). Grindavík jók muninn í tólf stig (36:48) í þriðja leikhluta og landaði svo öruggum 55:68 sigri að lokum.

Frammistaða Grindvíkinga: Hulda Björk Ólafsdóttir 21/8 fráköst/5 stolnir, Hekla Eik Nökkvadóttir 17/4 fráköst, Janno Jaye Otto 16/13 fráköst, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 7/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Thea Ólafía Lucic Jónsdóttir 4/4 fráköst, Sædís Gunnarsdóttir 3, Edda Geirdal 0, Vikoría Rós Horne 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0.