Grindavík og Njarðvík komust áfram
Lið Njarðvíkur og Grindavíkur eru komin áfram úr 32ja liða úrslitum Poweradebikars karla í körfuknattleik. Njarðvík lagði Sjtörnuna í gær, 110-94 og Grindavík vann öruggan sigur á Þór Ak, 90-67.
Njarðvíkingar höfðu undirtökin í leiknum frá upphafi en staðan í hálfleik var 39-52 fyrir Njarðvík. Stigahæstur Njarðvíkinga var Jóhann Árni Ólafsson með 28 stig.
Grindvíkingar höfðu tögl og hagldir í leiknum gegn Þór og leiddu í leikhléi, 29 – 47.
Ármann Vilbergsson skoraði 17 stig fyrir Grindvíkinga og Ómar Örn Sævarsson hirti 15 fráköst.
Mynd úr safni / Sölvi Logason.