Grindavík og Keflavík spila í kvöld
Grindavík mætir Val í Pepsideild karla í kvöld kl. 19:15. Allir fimm stjórnmálaflokkarnir sem bjóða fram fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Grindavík ætla að taka höndum saman og grilla pylsur fyrir alla þá sem fara á leikinn, við sundlaugina frá kl. 17 og fram að leik. Með þessu framtaki vilja framboðin hvetja bæjarbúa til að standa saman og styðja við bakið á liðinu þótt á móti blási. Grindavík hefur byrjað Pepsideildina afar illa því liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum fram að þessu.
Valur hefur tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli.
Keflvíkingar sækja KR-inga heim en rétt er að benda á að sá leikur hefst kl. 20:00 en ekki 19:15 eins og venjulega. Keflvíkingar hafa byrjað tímabilið vel og sigrað í fyrstu þremur leikjunum. KR er hefur hins vegar tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli.
---
VFmynd/Sölvi Logason - Frá leik Keflavíkur og Grindavíkur á dögunum.