Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Keflavík hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn
Miðvikudagur 11. febrúar 2015 kl. 08:57

Grindavík og Keflavík hita upp fyrir bikarúrslitaleikinn

- heil umferð í Dominos deild kvenna fer fram í kvöld

Það er stórleikur í Dominosdeild kvenna í kvöld í Grindavík þar sem lið Keflavíkur mætir í heimsókn. Þessi lið leika í úrslitum Powerade bikarsins síðar þann 21. febrúar – en leikurinn í kvöld hefst kl. 19.15. Keflavík erí öðru sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum á eftir Íslandsmeistaraliði Snæfells. Grindavík er í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig.


Heil umferð fer fram í kvöld og eru eftirfarandi leikir á dagskrá og hefjast þeir allir kl. 19.15.  
Breiðablik – KR
Hamar – Snæfell
Grindavík – Keflavík
Haukar – Valur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Staðan í deildinni:

1. Snæfell           17/2       34
2. Keflavík           16/3       33
3. Haukar            12/7       24
4. Grindavík       12/7       24
5. Valur                                10/9       20
6. Hamar             5/14       10
7. KR                      3/16       6
8. Breiðablik       1/18       2