Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík og Keflavík áfram en Víðir úr leik
Fimmtudagur 3. júní 2010 kl. 22:20

Grindavík og Keflavík áfram en Víðir úr leik


Í kvöld fóru fram níu leikir í 32. liða úrslitum VISA bikars karla í knattspyrnu, þar af voru þrí spilaðir á Suðurnesjunum.
Grindvíkingar sigruðu Þór í Grindavík, 2-1, og skoruðu þeir Jósef Kristinn Jósefsson og Gilles Danile Mbang Ondo mörk Grindvíkinga á 85. og 88. mínútu en Nenad Zivanovic kom Þór yfir strax á 6. mínútu leiksins.
Keflvíkingar mættu KS/Leiftri á Njarðtaksvellinum en þeir bláu sigruðu með einu marki gegn engu. Keflvíkingar voru í sókn nánast allan leikinn en áttu í basli með að klára þær almennilega. Þeim tókst þó að koma boltanum einu sinni í netið, það gerði Magnús Þórir Matthíasson á 63. mínútu.
Víðir tapaðu á móti Fylki í Garðinum, 0-2. Mörk Fylkismanna skoruðu Jóhann Þórhallsson á 23. mínútu og Tómas Þorsteinsson á 88. mínútu.
Það er því orðið ljóst að Keflvíkingar og Grindvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 16. liða úrslit VISA bikarsins mánudaginn 7. júní.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-myndir/Sölvi Logason - Úr leik Keflavíkur og KS/Leifturs