Grindavík og Haukar skildu jöfn
Bentína í hundrað leikja hópinn
Grindavík tók á móti Haukum í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu í gær. Leiknum lyktaði með jafntefli og hafa Grindvíkingar því fengið stig úr báðum leikjum sínum.
Það var kanadíski framherjinn Christabel Oduro sem kom Grindavík yfir á 22. mínútu og þær voru yfir í hálfleik.
Í síðari hálfleik jöfnuðu Haukar (54') en fleiri urðu mörkin ekki.
Bentína í hundrað leikja hópinnFyrir leikinn gegn Haukum var Bentína Frímannsdóttir heiðruð en þetta var hennar 100. leikur fyrir Griindavík. Fyrsti leikur hennar í meistaraflokki var 26. maí 2005 þegar Grindavík bar 5:0 sigurorð á Þrótti í bikarnum í Laugardal. Hún var í byrjunarliði, skoraði mark á 38. mínútu en fékk svo rautt spjald á þeirri 76. svo þetta hefur verið viðburðarríkur leikur.
Bentína lagði skóna á hilluna eftir tímabilið 2017 en dustaði af þeim rykið fyrir þetta tímabil. Hún hefur átt flottan feril hingað til og spilað allan sinn meistaraflokksferil með Grindavík að undanskildu tímabilinu 2012 en þá lék hún með FH. Bentína var valin besti leikmaður Grindavíkur og í framhaldinu íþróttakona Grindavíkur árið 2014.
Í heildina hefur Bentína spilað 117 leiki í meistaraflokki fyrir Grindavík og FH og skorað í þeim 22 mörk.
|