Grindavík náði í stig í Hólminum

Grindavíkurstúlkur unnu góðan sigur á Snæfelli þegar liðin mættust í Stykkishólmi í gærkvöldi. Lokatölur urðu 73-62. 
Snæfell hafði unditökin í byrjun leiks en gestirnir komust vel inn í leikinn í öðrum leikhluta með hörku varnarleik og þriggja stiga körfum. Eftir það var leiðin greið að sigrinum. 
Michele DeVault var stigahæst í liði Grindavíkur og langbest á vellinum með 33 stig og 9 fráköst.
---
Mynd/www.karfan.is - Frá leik Grindavíkur og Snæfells í gærkvöldi.



 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				