Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík missir tvo leikmenn
Mánudagur 15. janúar 2018 kl. 16:54

Grindavík missir tvo leikmenn

Magnús Björgvinsson og Milos Zeravica munu ekki leika áfram með Grindavík í knattspyrnu en það staðfesti Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, við fotbolta.net.

Magnús, sem er sóknarmaður, kemur frá Stjörnunni og hefur leikið með Grindavík síðan árið 2011. Hann skoraði tvö mörk í sextán leikjum með liðinu í Pepsi-deildinni í fyrra.
Zeravica er miðjumaður frá Bosníu og Hersegóvínu og skoraði  eitt mark í tuttugu leikjum með Grindavík. Hann hefur nú gert samning við Borac Banja Luka í heimalandi sínu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar eru enn í samningsviðræðum við spænska framherjan Juanmana Ortiz sem hefur leikið með liðinu undanfarin tvö ár og varamarkmaður liðsins, Maciej Majewski, á enn eftir að ganga frá samningi við félagið.