Grindavík meistari og Reynir féll
Grindvíkingar tryggðu sér í dag sigur í 1. deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa beðið 1-0 ósigur gegn Fjarðabyggð fyrir austan. Lokaumferð 1. deildar fór fram í dag þar sem Reynismenn máttu sætta sig við að falla í 2. deild. Njarðvíkingar höfðu svo 2-3 sigur á Stjörnunni í Garðabæ.
Eyjamenn höfðu 4-3 sigur á Fjölni og því eru Grindvíkingar meistarar í 1. deild. Það verða því Grindavík, Fjölnir og Þróttur Reykjavík sem fara upp í Landsbankadeildina á næstu leiktíð en Reynismenn máttu þola 0-4 ósigur gegn Þrótti á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.
Lokastaðan í deildinni var eftirfarandi
- Grindavík
- Fjölnir
- Þróttur Reykjavík
- ÍBV
- Fjarðabyggð
- Leiknir Reykjavík
- Þór
- Njarðvík
- Stjarnan
- Víkingur Ólafsvík
- KA
- Reynir Sandgerði
VF-Mynd/ [email protected] - Frá Sparisjóðsvellinum í Sandgerði þar sem Reynismenn kvöddu 1. deildina.