Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík meistari og Reynir féll
Föstudagur 28. september 2007 kl. 19:24

Grindavík meistari og Reynir féll

Grindvíkingar tryggðu sér í dag sigur í 1. deild karla í knattspyrnu þrátt fyrir að hafa beðið 1-0 ósigur gegn Fjarðabyggð fyrir austan. Lokaumferð 1. deildar fór fram í dag þar sem Reynismenn máttu sætta sig við að falla í 2. deild. Njarðvíkingar höfðu svo 2-3 sigur á Stjörnunni í Garðabæ.

 

Eyjamenn höfðu 4-3 sigur á Fjölni og því eru Grindvíkingar meistarar í 1. deild. Það verða því Grindavík, Fjölnir og Þróttur Reykjavík sem fara upp í Landsbankadeildina á næstu leiktíð en Reynismenn máttu þola 0-4 ósigur gegn Þrótti á Sparisjóðsvellinum í Sandgerði.

 

Lokastaðan í deildinni var eftirfarandi

 

  1. Grindavík
  2. Fjölnir
  3. Þróttur Reykjavík
  4. ÍBV
  5. Fjarðabyggð
  6. Leiknir Reykjavík
  7. Þór
  8. Njarðvík
  9. Stjarnan
  10. Víkingur Ólafsvík
  11. KA
  12. Reynir Sandgerði

 

Mörk Njarðvíkinga í kvöld gerðu þeir Aron Smárason og Snorri Már Jónsson. Aron skoraði tvívegis.

 

VF-Mynd/ [email protected] - Frá Sparisjóðsvellinum í Sandgerði þar sem Reynismenn kvöddu 1. deildina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024