Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík með tap í Vestmannaeyjum
Fimmtudagur 14. september 2017 kl. 18:59

Grindavík með tap í Vestmannaeyjum

- Töpuðu dýrmætum stigum í Pepsi- deildinni

Grindavík og ÍBV áttust við á Hásteinsvelli í Pepsi- deild karla nú fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 með sigri Eyjamanna.
ÍBV byrjaði leikinn af krafti en þeir skoruðu á fyrstu mínútunni eða þegar aðeins 57 sekúndur voru liðnar af leiknum. Eyjamenn komust í 2-0 forystu á 32. mínútu.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrir Grindavík á 75. mínútu og hleypti spennu í leikinn. Ekki tókst Grindavík að jafna leikinn og lokaniðurstaðan var því tap. Þrír leikir eru eftir í Pepsi- deild karla og eru Grindvíkingar ekki sloppnir við fall en spennan er mikil í fallbaráttunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024