Grindavík með tap í síðasta leik
Grindavík spilaði sinn síðasta leik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi. Grindavík mætti Breiðabliki í Kópavogi og endaði leikurinn með 4-0 sigri Breiðabliks. Leikurinn var rólegur framan af en Grindavík fékk dæmt á sig víti á 34. mínútu og var það Ingibjörg Sigurðardóttir, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, sem braut ísinn fyrir Breiðablik.
Sem stendur er Grindavík í sjöunda sæti Pepsi-deildarinnar og mun enda í 7. eða 8. sæti en tveir leikir fara fram í dag og þar með lýkur Pepsi-deild kvenna.
Grindavík komst upp í fyrra í Pepsi-deildina og halda þær sætinu sínu þar áfram. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í Pepsi-deildinni árið 2018.