Grindavík með tap gegn FH

Grindavík tapaði í gærkvöldi gegn FH í Kaplakrika í Pepsi-deild karla í fótbolta. Loka niðurstaða leiksins var eitt mark gegn engu. Grindvíkingar nýttu færin sín ekki nógu vel og sagði Óli Stefán þjálfari í samtali við fótbolta.net eftir leikinn að hann hafi ekki skilið hvers vegna Grindavík náði ekki að skora mark. Þá sagðist hann hafa verið ánægður með spilamennsku sinna manna en þó svekktur að fá ekkert stig út úr leiknum. Grindavík er í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar eftir leik gærkvöldsins.