Grindavík með sigur en Keflavík tapaði
Önnur umferð Bónusdeildar karla hófst í kvöld og voru tvö Suðurnesjalið að etja kappi. Grindvíkingar sem hafa ákveðið að leika alla heimaleiki sína í Grindavík, tóku á móti ÍA og unnu tiltölulega öruggan sigur, 116-99. Keflavík ferðaðist norður í Skagafjörð og mætti Tindastóli en varð ekki kápan úr því klæðinu, 101-81 öruggur sigur Stólanna.
Njarðvíkingar leika á laugardagskvöld kl. 19, mæta þá ÍR á heimavelli sínum í Icemar-höllinni.
Tölfræði leikjanna:
Tindastóll-Keflavík 101-81 (24-28, 29-20, 22-14, 26-19)
Tindastóll: Ivan Gavrilovic 27/7 fráköst, Adomas Drungilas 17/10 fráköst, Dedrick Deon Basile 16/9 stoðsendingar, Júlíus Orri Ágústsson 15/6 fráköst/5 stoðsendingar, Sigtryggur Arnar Björnsson 11, Davis Geks 10, Ragnar Ágústsson 5/6 fráköst, Viðar Ágústsson 0, Hallur Atli Helgason 0, Víðir Elís Arnarsson 0, Pétur Rúnar Birgisson 0/5 stoðsendingar.
Keflavík: Jaka Brodnik 17, Darryl Latrell Morsell 15/10 fráköst, Hilmar Pétursson 14, Jordan Kevin Williams 12/7 fráköst/6 stoðsendingar, Craig Edward Moller 11/5 fráköst, Ólafur Björn Gunnlaugsson 6, Halldór Garðar Hermannsson 4, Eyþór Lár Bárðarson 2, Viktor Magni Sigurðsson 0, Valur Orri Valsson 0, Daniel Eric Ottesen Clarke 0, Jakob Máni Magnússon 0.
Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson, Sigurbaldur Frímannsson
Áhorfendur: 450
Grindavík-ÍA 116-99 (28-28, 29-15, 28-30, 31-26)
Grindavík: Khalil Shabazz 40/7 stoðsendingar/5 stolnir, Arnór Tristan Helgason 19/4 fráköst, Daniel Mortensen 19/7 fráköst, Ólafur Ólafsson 11, Kristófer Breki Gylfason 9, Deandre Donte Kane 6/5 fráköst, Jordan Semple 6/7 fráköst/5 stoðsendingar, Unnsteinn Rúnar Kárason 3, Nökkvi Már Nökkvason 3, Ragnar Örn Bragason 0, Hafliði Ottó Róbertsson 0.
ÍA: Gojko Zudzum 27/14 fráköst, Styrmir Jónasson 19/5 stoðsendingar, Darnell Cowart 15/8 fráköst/5 stoðsendingar, Lucien Thomas Christofis 14/7 stoðsendingar, Kristófer Már Gíslason 12, Aron Elvar Dagsson 12, Júlíus Duranona 0, Felix Heiðar Magnason 0, Hjörtur Hrafnsson 0, Jóel Duranona 0, Marinó Ísak Dagsson 0, Josip Barnjak 0
Dómarar: Gunnlaugur Briem, Jakob Árni Ísleifsson, Sófus Máni Bender
Áhorfendur: 407


