Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík með sigur á Þór/KA
Laugardagur 23. september 2017 kl. 16:47

Grindavík með sigur á Þór/KA

Grindavík fékk Þór/KA í heimsókn til sín í dag í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu, leikurinn endaði með 3-2 sigri Grindvíkinga eftir æsispennandi leik. Aðstæður fyrri hálfleiks voru ansi blautar, það rigndi mikið, völlurinn var vel blautur eftir mikla rigningu undanfarna daga daga og vindurinn lét sig ekki vanta, veðrið í seinni hálfleik var töluvert betra.

Grindavík byrjaði leikinn af krafti og var það leikmaður Grindavíkur, Helga Guðrún Kristinsdóttir sem skoraði mark á 4. mínútu leiksins. Þór/KA jafnaði leikinn mínútu seinna og stóðu leikar þannig í hálfleik. Í seinni hálfleik skoraði Carolina Mendes á 47. mínútu og kom Grindavík yfir en Þór/KA jafnaði síðan leikinn á á 64. mínútu. Sigurmark Grindvíkinga kom á 81. mínútu þegar María Sól Jakobsdóttir skoraði eftir stungusendingu frá Carolinu Mendes. Róbert Jóhann Haraldsson þjálfari Grindavíkur var rekinn upp í stúku á 74. mínútu eftir orðaskipti við dómarana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík fagnaði ákaft í lokin og eru sem stendur í 7. sæti Pepsi- deildar kvenna.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á leiknum í dag.