Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík með sigur á heimavelli
Sunnudagur 8. október 2017 kl. 21:25

Grindavík með sigur á heimavelli

- sigur í framlengingu

Grindvíkingar sigruðu Þór Þorlákshöfn í kvöld í Domino´s deild karla í körfu eftir framlengingu og endaði leikurinn 106-105. Gríðarleg barátta var hjá báðum liðum og réðust úrslitin á lokasekúndum leiksins.

Stigahæstir hjá Grindavík voru Rashad Whack með 27 stig og 10 fráköst, Ólafur Ólafsson með 22 stig og 8 fráköst og Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 18 stig og 12 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmyndari Víkurfrétta tók meðfylgjandi myndir á leiknum í kvöld.