Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík með góðan sigur og Keflavík fékk stig
Miðvikudagur 8. ágúst 2018 kl. 23:01

Grindavík með góðan sigur og Keflavík fékk stig

Grindvíkingar unnu góðan sigur á Víkingi í Pepsi-deildinni í knattspyrnu en Keflvíkingar fengu sín fyrstu stig í langan tíma þegar þeir gerðu jafntefli við Fjölni í Grafarvogi.
Grindvíkingar skoruðu tvö fyrstu mörkin og þar voru að verki Nemanja Lationovic á 19. mín. og Jose Enrique Vergara á 31. mín. Víkingar minnkuðu muninn skömu fyrir leikhlé beint úr hornspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleik. Lítið gerðist markvert í síðari hálfleik og lokastaðan því 2-1.
Grindavík jafnaði við KR og FH að stigum í deildinni með 23 stig í 4.-6 sæti.

Keflvíkingar voru með unga varnarlínu því varnarmenn liðsins voru 19 og 21 árs. Þeim tókst að halda hreinu en Keflvíkingar voru nálægt því að stela öllum stigunum þegar Helgi Þór Jónsson fékk dauðafæri en Þórður markvörður varði mjög vel.
Keflvíkingar eru með 4 stig og 11 stig frá öruggu sæti þegar 7 leikir eru eftir.

Árni Þór Guðjónsson tók skemmtilegar myndir leiknum sem fylgja fréttinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Boltinn syngur í netinu hjá Grindavík beint úr hornspyrnu.