Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík með góðan sigur gegn Keflavík
Pálína Gunnlaugsdóttir.
Miðvikudagur 11. febrúar 2015 kl. 22:40

Grindavík með góðan sigur gegn Keflavík

- Pálína skoraði 20 stig en Keflvíkingar söknuðu Carmen Tyson-Thomas

Grindavík styrkti stöðu sína í baráttunni um efstu sætin í Dominos deild kvenna í körfuknattleik með góðum sigri gegn Keflavík í Röstinni í kvöld. Lokatölur 67-58. Pálína Gunnlaugsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 20 stig og Kristina King skoraði 12 og tók 8 fráköst. Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 12 stig og tók 10 fráköst í liði Keflavíkur. Carmen Tyson-Thomas  lék ekki með liði Keflavíkur vegna rifbreinsbrots og Ingunn Embla Kristínardóttir var ekki með vegna leikbanns.

Íslandsmeistaralið Snæfells sigraði Hamar örugglega á útivelli 40-64 og er í efsta sæti deildarinnar með 36 stig. Keflavík er í öðru sæti með 32 stig og Grindavík er í þriðja sæti með 26 stig. Valur vann góðan sigur á Haukum með minnsta mun í kvöld en Haukar eru með 24 stig og Valur er með 22 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Úrslit kvöldsins voru þessi:

Breiðablik-KR 70-61
Hamar-Snæfell 40-64
Haukar – Valur 61-62
Grindavík-Keflavík 67-58 (13-11, 18-18, 26-16, 10-13)

Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 20, Kristina King 12/8 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 11/10 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 2/6 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 2.

Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 12/10 fráköst/3 varin skot, Bryndís Guðmundsdóttir 11/7 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 10/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 7, Marín Laufey Davíðsdóttir 6, Bríet Sif Hinriksdóttir 6, Thelma Dís Ágústsdóttir 4/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2.

Staða:
1.  Snæfell 20      18      2       1533    -       1244    36
2.  Keflavík        20      16      4       1703    -       1280    32
3.  Grindavík       20      13      7       1455    -       1406    26
4.  Haukar  20      12      8       1387    -       1317    24
5. Valur   20      11      9       1495    -       1424    22
6. Hamar   20      5       15      1082    -       1461    10
7. KR      20      3       17      1201    -       1441    6
8. Breiðablik      20      2       18      1228    -       1511    4

Næstu leikir::

14.02. KR-Haukar.

14.02. Snæfell-Breiðablik.

14.02. Keflavík-Hamar.

14.02. Valur-Grindavík.