Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Grindavík mætir ÍBV í kvöld
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 17:30

Grindavík mætir ÍBV í kvöld

Grindavík og ÍBV mætast í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15.

Liðin hafa byrjað leiktíðina afleitlega þar sem bæði hafa þau tapað fyrstu þremur leikjum sínum og sitja því á botni deildarinnar ásamt Þrótti.

Grindvíkingar eru enn að leitast við að styrkja lið sitt og hafa fengið til sín  Mathias Jack, sem lék með liðinu fyrir tveimur árum. Búist er við því að þeir tefli honum fram í vörninni í kvöld.

Leikur liðanna á Grindavíkurvelli í fyrra fór 1-1 þar sem  Grétar Hjartarson jafnaði eftir að Magnús Már Lúðvíksson kom ÍBV yfir. Seinni leikur liðanna fór svo 2-0 fyrir ÍBV á Hásteinsvelli.

Umerðinni lýkur morgun þegar Keflavík mætir Þrótti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024