Grindavík mætir FH í kvöld - Hjálmar bætist í þjálfarateymið
Grindavík mætir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld kl. 19:15 í 5. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu. Milan Stefán Jankovic stýrir Grindavík í kvöld þar sem Ólafur Örn Bjarnason nýráðinn þjálfari kemur ekki til landsins fyrr en næsta mánudag. Hins vegar hefur Hjálmar Hallgrímsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, bæst í þjálfarateymi Grindavíkur og verður Milan Stefán og Ólafi Erni til aðstoðar, segir á vef Grindavíkur.
Hjálmar er næst leikjahæsti leikmaður Grindavíkur frá upphafi. Hann sagðist glaður vilja hjálpa liði sínu þegar til hans var leitað en Grindavík er sem kunnugt er í neðsta sæti deildarinnar og án stiga.
Á myndinni eru Hjálmar og Milan Stefán fyrir æfingu liðsins á Grindavíkurvelli í gær.
Mynd: www.grindavik.is