Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík mætir FH í kvöld - Hjálmar bætist í þjálfarateymið
Mánudagur 31. maí 2010 kl. 09:20

Grindavík mætir FH í kvöld - Hjálmar bætist í þjálfarateymið

Grindavík mætir Íslandsmeisturum FH í Kaplakrika í kvöld kl. 19:15 í 5. umferð Pepsí-deildar karla í knattspyrnu. Milan Stefán Jankovic stýrir Grindavík í kvöld þar sem Ólafur Örn Bjarnason nýráðinn þjálfari kemur ekki til landsins fyrr en næsta mánudag. Hins vegar hefur Hjálmar Hallgrímsson, fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, bæst í þjálfarateymi Grindavíkur og verður Milan Stefán og Ólafi Erni til aðstoðar, segir á vef Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hjálmar er næst leikjahæsti leikmaður Grindavíkur frá upphafi. Hann sagðist glaður vilja hjálpa liði sínu þegar til hans var leitað en Grindavík er sem kunnugt er í neðsta sæti deildarinnar og án stiga.

Á myndinni eru Hjálmar og Milan Stefán fyrir æfingu liðsins á Grindavíkurvelli í gær.

Mynd: www.grindavik.is