Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík mætir Blikum
Mánudagur 29. maí 2006 kl. 10:56

Grindavík mætir Blikum

Grindavík mætir spútnikliði Breiðabliks í Landsbankadeild karla í kvöld kl. 19:15 á Kópavogsvelli. Blikar hafa farið vel af stað og unnið tvo leiki af þremur og tapað einum og eru með sex stig í þriðja sæti deildarinnar.

 

Grindvíkingar hafa eins og Blikar leikið þrjá leiki, unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað einum leik og eru þ.a.l. með 4 stig og eru í 7. sæti deildarinnar.

 

Með sigri í kvöld ná Grindvíkingar að jafna Keflavík að stigum sem eru í 2. sæti með sjö stig en hafi Breiðablik betur þá ná þeir 2. sæti í deildinni.

 

Staðan í deildinni

 

VF-mynd/ [email protected] - Eysteinn Hauksson, leikmaður Grindavíkur, í baráttunni gegn Keflavík á dögunum.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024