Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Grindavík leikur við Fylki í kvöld
Fimmtudagur 27. maí 2004 kl. 12:38

Grindavík leikur við Fylki í kvöld

Grindavík tekur á móti Fylki í þriðju umferð Landsbankadeildarinnar sem fer fram í kvöld.

Grindvíkingar hafa staðið sig ágætlega í fyrstu tveimur leikjunum og gert tvö jafntefli á móti sterkum liðum. Fylkismenn verða erfiðir viðureignar og mega heimamenn hafa sig alla við ef þeir ætla að ná stigum út úr þeim leik.

Zeljko Sankovic, þjálfari Grindvíkinga, segist þó ekki kvíða leiknum.
„Mér líst vel á alla leiki! Fylkir er með gott lið og er eitt af þeim sem eiga eftir að berjast um titilinn og efstu sætin. Þeir eru með mjög góða leikmenn bæði í byrjunarliði og á bekknum, en við erum líka með góða leikmenn og munum reyna að spila góðan bolta og auðvita að sigra líka.“

Nokkrir lykilmenn Grindvíkinga eru meiddir og munu Kaplanovic, Petkovic og McShane ekki spila með gegn Fylki. Zeljko segir þó nóg af leikmönnum til að fylla í skörðin. „Ungu leikmennirnir geta komið inn og eru í góðu formi. Allir sem eru í hópnum hafa eitthvað fram að færa og þess vegna eru þeir í Grindavík.“

Zeljko segist að lokum bjartsýnn fyrir leikinn. „Við mætum til að berjast og vinna leikinn, en svo verðum við að sjá hvað setur.“

VF-mynd/Hilmar Bragi: Úr leik Grindavíkur og ÍBV

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024