Grindavík leiðir með 7 stigum í hálfleik gegn Stjörnunni
Dómarar eru nýbúnir að flauta til hálfleiks í leik Grindavíkur og Stjörnunnar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla. Grindavík leiðir með 7 stigum, 45-38, og hafa góð tök á leiknum.
Grindvíkingar byrjuðu með látum og settu nokkrar vel valdnar þriggjastiga körfur strax í byrjun leiks. Stjörnumenn hafa þó haldið nokkuð vel í þá og ekki hleypt þeim langt frá sér. Mladen Soskic hefur farið á kostum fyrir lið Grindavíkur með 17 stig og einnig Rayan Pettinella með 13 stig.
Nánar síðar.
[email protected]