Grindavík leiðir 2-0
Grindavík leiðir 2-0 í einvíginu í undanúrslitum IcelandExpress-deildarinnar í körfuknattleik. Grindvíkingar mættu Snæfelli í Stykkishólmi í kvöld í hápsennuleik af bestu gerð. Grindvíkingar virtust á góðri leið með að klára dæmið í hálfleik en heimamenn komu dýrvitlausir í seinni hálfleikinn og í lokin var háspenna. Það fór svo að lokum að Grindavík vann 81-84 og leiðir 2-0. Þriðji leikur liðanna er í Grindavík á laugardag. Með sigri tryggja Grindvíkingar sig inn í úrslitaviðureign annað hvort gegn KR eða Keflavík. KR leiðir í þeirri viðureign 2-0.